Dularfullu flugur sumarsins 2011? Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2011 16:11 Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því. Núna í sumar hafa tvær flugur helst verið á vörum manna sem "leynivopn". Við getum upplýst um aðra þeirra en hin er enn hjúpuð leyndardómi sem seint verður upplýstur að við teljum. Fyrri flugan er kölluð Bizmo. Við hjá Veiðivísi sáum hana fyrst í veiðibókum Eystri Rangár þar sem tugur laxa hafði verið bókaður á þessa flugu. Við fundum enga mynd af henni sama hvar var leitað en getum þó upplýst að þetta er eiginlega bara Sunray Shadow sem er hnýtt með hvítum undirvæng, pearlscent scale búk og með sílishaus. Ekkert flókið við þetta. Kannski er það pearlscent búkurinn sem gerir hana góða í ám sem gjarnan geta verið ögn litaðar? Hin flugan er "Úa". Við vitum fyrir víst að heiðursmennirnir kenndir við Mokveiðifélagið hafa gert góða veiði með þessari flugu víða í sumar. Nú síðast voru þeir í Laxá í Aðaldal á Nessvæðinu og lönduðu hverjum stórlaxinum á fætur öðrum á þessa flugu. Tíminn verður víst bara að leiða í ljós hvort þeir deili þessari flugu með öðrum veiðimönnum en þangað til verðum við bara að reyna að grípa þá glóðvolga í ánni og sjá hvað þeir eru með undir. Stangveiði Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði
Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því. Núna í sumar hafa tvær flugur helst verið á vörum manna sem "leynivopn". Við getum upplýst um aðra þeirra en hin er enn hjúpuð leyndardómi sem seint verður upplýstur að við teljum. Fyrri flugan er kölluð Bizmo. Við hjá Veiðivísi sáum hana fyrst í veiðibókum Eystri Rangár þar sem tugur laxa hafði verið bókaður á þessa flugu. Við fundum enga mynd af henni sama hvar var leitað en getum þó upplýst að þetta er eiginlega bara Sunray Shadow sem er hnýtt með hvítum undirvæng, pearlscent scale búk og með sílishaus. Ekkert flókið við þetta. Kannski er það pearlscent búkurinn sem gerir hana góða í ám sem gjarnan geta verið ögn litaðar? Hin flugan er "Úa". Við vitum fyrir víst að heiðursmennirnir kenndir við Mokveiðifélagið hafa gert góða veiði með þessari flugu víða í sumar. Nú síðast voru þeir í Laxá í Aðaldal á Nessvæðinu og lönduðu hverjum stórlaxinum á fætur öðrum á þessa flugu. Tíminn verður víst bara að leiða í ljós hvort þeir deili þessari flugu með öðrum veiðimönnum en þangað til verðum við bara að reyna að grípa þá glóðvolga í ánni og sjá hvað þeir eru með undir.
Stangveiði Mest lesið Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Flott veiði í Miðfjarðará Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Mjög gott í Langá Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði