Körfubolti

Stíf fundarhöld í NBA-deilunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Derek Fisher er formaður leikmannasamtakanna í NBA-deildinni.
Derek Fisher er formaður leikmannasamtakanna í NBA-deildinni. Nordic Photos / Getty Images
Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka.

Hvorugur aðili vill reyndar segja að viðræðurnar séu að bera árangur en það þykir þó jákvætt að aðilar séu þó að funda.

NBA-leikmenn fóru í verkbann þann 1. júlí síðastliðinn og síðan þá hafa aðilar aðeins fundað tvisvar sinnum.

„Við ákváðum að sitja hér í eins marga daga og við getum til að athuga hvort við getum náð einhverjum árangri,“ sagði David Stern, hæstráðandi NBA-deildarinnar.

„Það er jákvætt að við erum að ræða saman en það er ekkert meira en það sem býr að baki. Vonandi getum við notað þennan tíma til að koma auga á hvaða leið er hægt að fara til að finna lausn á þessari deilu,“ sagði Derek Fisher, formaður leikmannasamtakanna og leikmaður LA Lakers.

Litlar líkur eru á að tímabilið geti hafist á réttum tíma í haust og er jafnvel óttast að það muni ekki hefjast fyrr en á næsta ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×