Íslenski boltinn

FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi og Aldís Kara Lúðvíksdóttir hjá FH fóru upp með sínum félögum í kvöld.
Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi og Aldís Kara Lúðvíksdóttir hjá FH fóru upp með sínum félögum í kvöld. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt.

FH-liðið var þarna að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni en Selfosskonur eru komnar upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Helena Ólafsdóttir þjálfar FH í sumar en þjálfaði Selfoss í fyrra. Björn Kristinn Björnsson þjálfar Selfossliðið í ár.

Bryndís Jóhannesdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í 6-0 sigri FH á Haukum en það munar á þeim ellefu árum. Bryndís er 30 ára en Sigrún Ella er 19 ára. Sigrún Ella skoraði þrennu í fyrri leiknum og því fimm mörk í þessum tveimur leikjum.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í 6-1 sigri á Keflavík á Selfossi. Guðmunda var valin í A-landsliðið í vor og hefur farið mikið með 17 ára landsliðinu að undanförnu.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.

Úrslit og markaskorarar í kvöld:

FH Haukar 6-0 (14-1 samanlagt)

1-0 Bryndís Jóhannesdóttir (26.)

2-0 Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (48.)

3-0 Berglind Arnardóttir (50.)

4-0 Bryndís Jóhannesdóttir (58.)

5-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (70.)

6-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (72.)

Selfoss-Keflavík 6-1 (8-4 samanlagt)

1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir(35.)

2-0 Guðrún Arnarsdóttir (42.)

3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (45.)

4-0 Anna María Friðgeirsdóttir (58.)

4-1 Agnes Helgadóttir (64.)

5-1 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (66.)

6-1 Eva Lind Elíasdóttir (75.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×