Íslenski boltinn

Eyjakonur halda fjögurra stiga forystu á Þór/KA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
ÍBV og Þór/KA unnu bæði leiki sína í 16. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sætið í deildinni. Eyjakonur hafa því fjögurra stiga forskot á norðankonur þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

ÍBV fór langt með því að tryggja sér þriðja sætið með 4-0 sigri í Grindavík. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Danka Podovac og Vesna Smiljkovic komu ÍBV í 3-0 í fyrri hálfleik og Berglind Björg bætti síðan við sínu öðru marki í seinni hálfleik. Þetta var í tíunda sinn í deildinni í sumar sem Birna Berg Haraldsdóttir heldur marki sínu hreinu.

Þór/KA vann 2-1 sigur á Breiðabliki á Þórsvellinum. Norðanstúlkur byrjuðu báða hálfleiki á því að skora, Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði á 2. mínútu og varamaðurinn Lára Einarsdóttir skoraði á 47. mínútu. Fanndís Friðriksdóttir minnkaði muninn úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir annað mark Þór/KA-liðsins. Arna Sif skoraði síðan sitt annað mark í lokin og gulltryggði sigur Þór/KA.

Úrslit og markaskorarar í leikjunum í kvöld:

Þór/KA-Breiðablik 3-1

1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (2.), 2-0 Lára Einarsdóttir (47.), 2-1 Fanndís Friðriksdóttir, víti (51.), 3-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (90.)

Grindavík-ÍBV 0-4

0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (16.), 0-2 Danka Podovac (36.), 0-3 Vesna Smiljkovic (39.), 0-4 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (58.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×