Íslenski boltinn

Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
„Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld.

„Þetta er búin að vera níu mánaða stanslaus vinna og við erum að skila þessu núna í hús. Við Þurftum mjög mikið að hafa fyrir þessu og vorum í miklu basli í fyrri hálfleik. Eins og oft áður þá kláruðum við þetta í seinni hálfleik," sagði Ásgerður Stefanía við Guðmund Marinó Ingvarsson í þessu viðtali í útsendingu SportTV frá leiknum.

Ásgerður Stefanía skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í leiknum þegar sýndi mikið öryggi á vítapunktinum. Hún segir að taugarnar hafi ekki verið að stríða sér þegar hún steig fram til að taka þetta mikilvæga víti.

„Nei, alls ekki. Ég var búin að ræða þetta við Jóa aðstoðarþjálfara. Ég skýt alltaf í sama hornið en þær verja hann ekkert þar," sagði Ásgerður kát.

„Í stöðunni 1-0 getur allt gerst og þá var smá spenna í leiknum. Mér fannst við samt ráða ferðinni allan tímann og þær voru ekki að skapa hættu upp við markið okkar. Við kláruðum þetta," sagði Ásgerður Stefanía og hún var ánægð með mætinguna.

„Það var frábær mæting og stúkan var full. Ég hef varla séð svona á karlaleik og þetta er bara geðveikt," sagði Ásgerður Stefanía að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×