Íslenski boltinn

Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir er búin að skora tvö sigurmörk í bikarnum í sumar.
Kristín Ýr Bjarnadóttir er búin að skora tvö sigurmörk í bikarnum í sumar. Mynd/Hag
Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Það hefur dugað Valsliðinu að skora bara eitt mark í síðustu fjórum bikarsigrinum sínum. Þær tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrra á sjálfsmarki Stjörnunnar og hafa síðan unnið alla bikarleiki sína í sumar með markatölunni 1-0.

Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur skorað sigurmarkið í tveimur leikjum, á móti Breiðabliki og Aftureldingu en Caitlin Miskel tryggði Val 1-0 sigur á Stjörnunni í átta liða úrslitunum.



Tíu bikarsigrar Valsliðsins í röð:

2009

8 liða úrslit: Völsungur-Valur 0-4

Undanúrslit: Valur-Stjarnan 5-0

Úrslitaleikur: Valur-Breiðablik 5-1

2010

16 liða úrslit: Breiðablik-Valur 1-2

8 liða úrslit: Fylkir-Valur 0-2

Undanúrslit: Valur-Þór/KA 3-0

Úrslitaleikur: Stjarnan-Valur 0-1

2011

16 liða úrslit: Breiðablik-Valur 0-1

8 liða úrslit: Stjarnan-Valur 0-1

Undanúrslit: Afturelding-Valur 0-1

Úrslitaleikur: KR-Valur ?-?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×