Íslenski boltinn

Hólmfríður: Þetta er skemmtilegasti leikurinn á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir var búin að leggja upp mark eftir þrjár mínútur þegar Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir 2-0 sigur á KR í Laugardalnum. Hólmfríður varð líka bikarmeistari þegar hún spilaði síðast hérna heima með KR sumurin 2007 og 2008.

„Við höfum spilað betur en það var frábært hjá okkur að klára leikinn því bikarúrslitaleikir eru alltaf jafnir," sagði Hólmfíður.

„Það skipti máli að setja mark á þær snemma en þær komu smá inn í leikinn í fyrri hálfleik. Það var því líka gott að setja mark á þær snemma í seinni hálfleik," sagði Hólmfíður.

„Þetta var í rauninni ekki í neinni hættu í seinni hálfleiknum. Þær áttu sínar skyndisóknir en það var aldrei mikil hætta á því að þær myndu skora," sagði Hólmfíður.

„Það er alltaf gaman að vinna þennan titil því þetta er skemmtilegasti leikurinn á árinu," sagði Hólmfíður en á Valur möguleika á því að vinna Íslandsbikarinn líka.

„Ég er ekkert að hugsa um það ídag. Ég ætla bara að fagna titlinum í kvöld og svo er bara næsti leikur á fimmtudaginn í næstu viku," sagði Hólmfíður en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×