Sendu 300 verkamenn heim vegna veikinda Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2011 11:11 Verksmiðjan framleiðir föt fyrir H&M. Mynd/ AFP. Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. Verksmiðjan heitir M&V International Manufactoring Ltd. Talsmenn þar segja að verkamennirnir hafi fundið mjög vonda lykt áður en þeir fundu fyrir veikindum sínum. Verksmiðjan hefur gefið um fjögurþúsund starfsmönnum sínum frí þar til í næstu viku svo þeir geti jafnað sig. Í júlí síðastliðnum kom upp svipað tilfelli þar sem verskmiðja 300 starfsmenn í annarri verksmiðju sem framleiðir föt fyrir H&M voru sendir heim. Þá hefur einnig nýlega komið upp slíkt tilvik í verksmiðju sem framleiðir föt merkt Puma. Fyrir fáeinum dögum var sagt frá því að hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Efnið sem hér um ræðir heitir nonylphenol og er notað til að þrífa umframlit úr fötum. Ekki er vitað hvort það er þetta efni sem hefur valdið þessum veikindum. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fataverksmiðja H&M í Kambódíu varð að senda um 300 verkamenn heim tvisvar sinnum í vikunni vegna veikinda. Á þriðjudaginn voru 86 verkamenn sendir heim og í gær voru svo 198 sendir heim. Verksmiðjan heitir M&V International Manufactoring Ltd. Talsmenn þar segja að verkamennirnir hafi fundið mjög vonda lykt áður en þeir fundu fyrir veikindum sínum. Verksmiðjan hefur gefið um fjögurþúsund starfsmönnum sínum frí þar til í næstu viku svo þeir geti jafnað sig. Í júlí síðastliðnum kom upp svipað tilfelli þar sem verskmiðja 300 starfsmenn í annarri verksmiðju sem framleiðir föt fyrir H&M voru sendir heim. Þá hefur einnig nýlega komið upp slíkt tilvik í verksmiðju sem framleiðir föt merkt Puma. Fyrir fáeinum dögum var sagt frá því að hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Efnið sem hér um ræðir heitir nonylphenol og er notað til að þrífa umframlit úr fötum. Ekki er vitað hvort það er þetta efni sem hefur valdið þessum veikindum.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira