Íslenski boltinn

Stjörnukonur geta orðið meistarar í næsta leik - unnu sigur í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Stjarnan náði aftur sjö stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Þessi sigur þýðir að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með því að vinna Aftureldingu á heimavelli á þriðjudaginn kemur.

Stjörnukonur eru nú búnar að vinna tólf deildarleiki í röð eða alla leiki sína frá því að þær töpuðu á móti Val 31. maí síðastliðinn. Þær hafa unnið alla sjö heimaleiki sína og það verður því að teljast afar líklegt að Íslandsbikarinn komi hús eftir helgi.

Bæði mörk Garðabæjarliðsins komu í fyrri hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Ashley Bares, markahæsti leikmaður deildarinnar, bætti síðan við marki eftir hálftíma leik.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×