Körfubolti

Rodman tekinn inn í frægðarhöll NBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrrverandi NBA leikmaðurinn, Dennis Rodman, fékk í gærkvöldi æðstu viðurkenningu deildarinnar þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll NBA.

Ákveðin nefnd veitir öllum þeim leikmönnum, þjálfurum og dómurum viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþróttarinnar, en Dennis Rodman þykir einn allra besti varnarmaður deildarinnar frá upphafi og þótti frábær frákastari.

Rodman hélt tilfinningaþrungna ræðu við athöfnina þar sem hann talar um þá aðila sem hafa haft áhrif á líf hans. Í hans huga voru það þjálfarar hans sem voru einskonar föðurímynd fyrir leikmanninn. Michael Jordon og Scottie Pippen eru að hans mati bestu liðsfélagar sem hægt er að ímynda sér og bestu leikmenn deildarinnar frá upphafi.

Hægt er að sjá myndband af ræðunni hér að ofan.

Dennis Rodman var 14 ár í NBA-deildinna þar sem hann lék með Detroit Pistons, San Antonio Spurs, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks. Leikmaðurinn varð fimm sinum NBA-meistari með sínum liðum og tvisvar var hann valinn besti varnarmaður deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×