Íslenski boltinn

Ólöf Gerður: Ekkert stress, bara gaman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg leikmaður KR segir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn stóra stund og skemmtilegt að taka þátt í henni. Hún segist ekki stressuð fyrir leikinn.

„Nei nei, maður verður bara að njóta þess að spila á laugardaginn. Ekkert stress, bara gaman.“

Ólöf Gerður er uppalinn í KR og hefur spilað með liðinu alla tíð. Hún hefur bæði verið í tapliði og sigurliði KR í bikarnum.

„Ég hef komið tvisvar inná, 2005 (4-1 tap gegn Breiðablik) og 2008 (4-0 sigur gegn Val). Þetta er alltaf jafnskemmtilegt hvort sem maður kemur inná eða byrjar.“

Ólöf Gerður segist eiga mjög góðar minningar frá leiknum 2008. Hólmfríður Magnúsdóttir núverandi leikmaður Vals skoraði þrennu fyrir KR í leiknum.

„Já, það er satt. Fríða er í val og við tökum vel á móti henni á laugardaginn.“

Ólöf segist vel hægt að vinna Val, það sé ekkert mál. Þó sé ýmislegt sem þurfi að hafa í huga enda Valsliðið afar sterkt.

„Já, þær eru auðvitað mjög sterkar en við þurfum að leggja áherslu á varnarleikinn og spila sem lið. Við þurfum auðvitað að skora mörk líka ef við ætlum að vinna leikinn. Það er margt sem pæla þarf í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×