Andri á flandri í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. ágúst 2011 16:43 Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu FM977 á sunnudag. Þar mætir hann í liðinn "Selebb shuffle" þar sem þekktir einstaklingar mæta með mp3-spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Andri ber svo ábyrgð á því sem tækið hans spýtir út úr sér. Andri hefur farið á kostum í sjónvarpsþáttunum Andri á flandri á RÚV núna í sumar en hann hóf feril sinn á X-inu fyrir all mörgum árum síðan. Morgunþættir hans á Rás2 hafa vakið mikla hrifningu - og þar á meðal einstaklega vel heppnað lagaval - en Andri er þekktur fyrir að grafa upp gleymda smelli og skvetta þeim á landsmenn. Vasadiskóþátturinn verður með sérstöku sniði í þetta skiptið. Auk þess að fá Andra í heimsókn verður hann tileinkaður Mercury verðlaunum í ár en þau eru eftirsóttustu tónlistarverðlaun Breta. Tilkynnt var um tilnefningar þann 19. júlí síðastliðinn og óhætt er að fullyrða að þar séu margar gæða plötur á ferð. Allar plöturnar verða kynntar og leikin lög af þeim öllum. Þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn frá kl. 15. Einnig er hægt að hlusta á eldri þætti hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu FM977 á sunnudag. Þar mætir hann í liðinn "Selebb shuffle" þar sem þekktir einstaklingar mæta með mp3-spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Andri ber svo ábyrgð á því sem tækið hans spýtir út úr sér. Andri hefur farið á kostum í sjónvarpsþáttunum Andri á flandri á RÚV núna í sumar en hann hóf feril sinn á X-inu fyrir all mörgum árum síðan. Morgunþættir hans á Rás2 hafa vakið mikla hrifningu - og þar á meðal einstaklega vel heppnað lagaval - en Andri er þekktur fyrir að grafa upp gleymda smelli og skvetta þeim á landsmenn. Vasadiskóþátturinn verður með sérstöku sniði í þetta skiptið. Auk þess að fá Andra í heimsókn verður hann tileinkaður Mercury verðlaunum í ár en þau eru eftirsóttustu tónlistarverðlaun Breta. Tilkynnt var um tilnefningar þann 19. júlí síðastliðinn og óhætt er að fullyrða að þar séu margar gæða plötur á ferð. Allar plöturnar verða kynntar og leikin lög af þeim öllum. Þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn frá kl. 15. Einnig er hægt að hlusta á eldri þætti hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira