Körfubolti

Frank ráðinn sem þjálfari Detroit Pistons

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag.
Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. AP
Lawrence Frank hefur verið ráðinn sem þjálfari NBA liðsins Detroit Pistons en hann gerði þriggja ára samning við hið sögufræga félag. Frank var áður þjálfari New Jersey Nets en hann var einn af aðstoðarþjálfurum Boston Celtics á síðustu leiktíð. Þjálfaraskipti hafa verið tíð hjá Pistons á undanförnum 11 árum og er Frank sjötti þjálfarinn sem er ráðinn til félagsins á þeim tíma.

Verkbann er í NBA deildinni og Frank getur því ekki hafið störf fyrr en því er lokið. Pistons lét John Kuester fjúka í lok s.l. leiktíðar eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð.

Frank var einn af mörgum sem komu til greina í þetta starf en forráðamenn Pistons ræddu formlega við þá Mike Woodson, Kelvin Sampson, Bill Laimbeer og Patrick Ewing:

Frank náði að vinna 225 leik en tapaði alls 241 leik sem þjálfari New Jersey Nets en undir hans stjórn náði liðið þrívegis að komast í undanúrslit Austurdeildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×