Síðasta vika sú besta í sumar Frétt af Vötn og Veiði skrifar 22. júlí 2011 10:03 Mynd af www.votnogveidi.is Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942 Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði
Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði