Sport

Phelps: Ég er búinn að vera latur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Phelps.
Michael Phelps. vísir/getty
Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps viðurkennir að hann sé búinn að vera latur undanfarið ár en ætlar að mæta í fínu formi á HM í Shanghai sem fer að hefjast.

"Ég er farinn að líkjast sjálfu mér aftur. Það hefur ekki verið mjög gaman síðustu mánuði. Ég áttaði mig á því að ég yrði að hætta að vera latur. Ég er aftur orðinn spenntur fyrir því að vera í lauginni," sagði Phelps sem vann átta gullverðlaun á ÓL í Peking. Hann bætti með met Mark Spitz frá 1972 er Spitz vann sjö gullverðlaun.

Phelps hefur aðeins verið að njóta lífsins síðan þá og var meðal annars settur í þriggja mánaða keppnisbann fyrir að reykja kannabis.

Hann hefur einnig verið að tapa óvænt sem hefur sagt fólki að hann hafi ekki verið að leggja mikið á sig.

"Síðustu árin hafa ekki alveg verið til fyrirmyndar en þau voru eins og þau voru. Það verður að taka á því og horfa fram á veginn. Ég sé fram á bjartari tíma og næsta ár verður vonandi svakalegt hjá mér," sagði Phelps en næsta ár er einmitt Ólympíuár.

Phelps mun taka þátt í sjö greinum á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×