50 laxar á land í síðasta holli í Hítará á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2011 09:19 Mynd af www.svfr.is Loksins er Hítará á Mýrum líkt og hún á að sér að vera. Miklar göngur hafa verið síðustu daga og veiðin frábær. 50 laxar veiddust í síðasta holli. Það fór eins og marga grunaði. Hítaráin er einfaldlega sein í gang eins og svo margar laxveiðiárnar á Vesturlandi þetta sumarið. Mjög sterkar göngur hafa verið undanfarna daga - og það á minnsta straum. Holl sem lauk veiðum í gærdag hafði 50 laxa á land og að sögn þeirra sem stóðu vaktina er mikill lax genginn. Ekki tók verra við hjá þeim sem hófu veiðar í gærdag því sautján laxar veiddust á síðdegisvaktinni. Reyndar hefur Hítará alla tíð verið upp á sitt besta í lok júlímánaðar, fyrir utan síðustu ár þar sem veiðin hefur færst óvenjulega framarlega. Nú er ástandið sem sagt eðlilegt og besti tíminn að ganga í garð. Þeir sem eiga veiðisvæðið Hítará II á næstunni geta farið að hlakka til, því umtalsverðar göngur hafa horfið upp á efri svæðin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði
Loksins er Hítará á Mýrum líkt og hún á að sér að vera. Miklar göngur hafa verið síðustu daga og veiðin frábær. 50 laxar veiddust í síðasta holli. Það fór eins og marga grunaði. Hítaráin er einfaldlega sein í gang eins og svo margar laxveiðiárnar á Vesturlandi þetta sumarið. Mjög sterkar göngur hafa verið undanfarna daga - og það á minnsta straum. Holl sem lauk veiðum í gærdag hafði 50 laxa á land og að sögn þeirra sem stóðu vaktina er mikill lax genginn. Ekki tók verra við hjá þeim sem hófu veiðar í gærdag því sautján laxar veiddust á síðdegisvaktinni. Reyndar hefur Hítará alla tíð verið upp á sitt besta í lok júlímánaðar, fyrir utan síðustu ár þar sem veiðin hefur færst óvenjulega framarlega. Nú er ástandið sem sagt eðlilegt og besti tíminn að ganga í garð. Þeir sem eiga veiðisvæðið Hítará II á næstunni geta farið að hlakka til, því umtalsverðar göngur hafa horfið upp á efri svæðin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði