Góðar göngur í Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 09:46 Mynd af www.svak.is Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið. Voru víst ægileg átök við þessa dreka sem sluppu en þeir höfðu betur að þessu sinni. Góð urriðaveiði var í vor í Mýrarkvísl og laxinn virðist vera farinn að ganga á fullum krafti. Mýrarkvísl er í Reykjahverfi við Húsavík og er þverá Laxár í Aðaldal. Hún á upptök sín í Langavatni þar sem veiðihúsið er staðsett og kemur í Laxána mjög neðarlega eða í Heiðarendanum rétt ofan Laxamýrar. Úr Langavatni tekur áin stefnu til vesturs inn í mikla friðsæld, fjarri byggð og þjóðvegi og því hægt að njóta veiðanna til fulls í óspilltri náttúru. Merktir veiðistaðir er 54 á c.a. 25 km vegalend og býður áin upp á mikla fjölbreytni, frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðja sig við spotta til að komast í færi við vel sjáanlega fiska. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið. Voru víst ægileg átök við þessa dreka sem sluppu en þeir höfðu betur að þessu sinni. Góð urriðaveiði var í vor í Mýrarkvísl og laxinn virðist vera farinn að ganga á fullum krafti. Mýrarkvísl er í Reykjahverfi við Húsavík og er þverá Laxár í Aðaldal. Hún á upptök sín í Langavatni þar sem veiðihúsið er staðsett og kemur í Laxána mjög neðarlega eða í Heiðarendanum rétt ofan Laxamýrar. Úr Langavatni tekur áin stefnu til vesturs inn í mikla friðsæld, fjarri byggð og þjóðvegi og því hægt að njóta veiðanna til fulls í óspilltri náttúru. Merktir veiðistaðir er 54 á c.a. 25 km vegalend og býður áin upp á mikla fjölbreytni, frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðja sig við spotta til að komast í færi við vel sjáanlega fiska. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði