Veiði

Veiðisaga úr Hólsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Tommi með laxinn úr Hólsá
Tommi með laxinn úr Hólsá Mynd af www.agn.is
Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um húsin og skila þeim af sér hreinum til næstu manna. Gefum Tomma orðið:

"Var við veiðar hjá ykkur á sunnudag í Hólsá í blíðskapar veðri með Erni vini mínum. Veiðin var ekkert spes en ég náði þó að setja í 4 laxa og landa tveimur þar af einum 10 punda hæng .

Það merkilega var að ég sá lítinn fisk 2-3 pund liggja alveg við bakkann og var ég nú ekkert að spá í honum fyrr en rétt undir hádegi þegar enn var núll og ekkert að ské og "betri er litill fiskur en einginn fiskur", þannig að nú var kastað

á tittinn.

Laxinn tók kúluhaus númer #12Mynd af www.agn.is
Sé svo annan fisk við hliðina á þessum og er hann svipaður en mun ljósari og taldi ég að um sjóbleikju væri að ræða. Skipti ég þá um flugu, setti kúluhaus á og grennri taum og kastaði andstreymis.

Eftir nokkur köst þegar að ég var alveg að gefast upp þá nelgdi hún kúluhausinn! En þetta var ekkert bleikja! þetta var 5 punda lax sem lá svona límdur við botnin og maður stóð þarna upp á þriggja metra háum bakkanum og hélt að þetta væri bara bleikju ræfill.

Aldrei fengið lax í Rangá/Hólsá á kúluhaus númer 12"

Kv, Tommi í Veiðiportinu

Birt með góðfúslegu leyfi Agn.is






×