Körfubolti

NBA leikmenn í verkfall - deilan í hnút

David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar er ekkert sérstaklega hress þessa dagana.
David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar er ekkert sérstaklega hress þessa dagana. AFP
Leikmannasamtökin í NBA deildinni í körfubolta gefa ekkert eftir í kjaraviðræðum við NBA deildina og það er ljóst að á miðnætti í kvöld skellur á verkfall – það fyrsta í 13 ár. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar tilkynnti í gær að þriggja tíma samningafundur hefði ekki skilað árangri og næsta skref væri verkfall leikmanna sem hefst á miðnætti.

Tímabilið 1998-1999 var styttra en venjulegt tímabil vegna verkfalls en þá léku liðin 50 deildarleiki í stað 82 leikja. Stern telur að verkfallið muni hafa mikil áhrif á upphaf tímabilsins 2011-2012 sem á að hefjast í október.

Helstu deilumálin eru þau að eigendur vilja draga úr launakostnaði leikmanna. Taprekstur var hjá 22 af alls 30 liðum deildarinnar og leikmannasamtökin eru á þeirri skoðun að tapreksturinn sé afleiðing af slæmum ákvörðunum eigenda.

Deiluaðilar munu hittast á ný eftir um 2 vikur en óljóst er hvert framhaldið verður.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×