Körfubolti

Real Madrid með risatilboð í Fernandez

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez,
Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, AP
Spænski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Rudy Fernandez, sem nýverið fór til meistaralið Dallas Mavericks í NBA deildinni í leikmannaskiptum gæti staldrað stutt við í Dallas ef marka má fregnir spænskra fjölmiðla. Fernandez hefur fengið risatilboð frá Real Madrid í heimalandinu og ef af þessu verður yrði Fernandez tekjuhæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi.

Dagblaðið Mundo Deportivo greinir frá því að Fernandez gæti fengið um 4,3 milljónir bandaríkjadala á ári hjá Real Madrid eða sem nemur um 500 milljónum ísl. kr. Það er töluvert meira en Dallas getur boðið því samkvæmt samningi hans við Portland fær Fernandez um 250 milljónir kr. í árslaun hjá Dallas.

Fernandez skoraði aðeins 8,6 stig að meðaltali í leik með Portland s.l. vetur og skotnýtingin var alls ekki góð, rétt um 37%, en hann er um 2 metrar á hæð og leikur sem skotbakvörður.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×