Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB 6. júlí 2011 12:49 Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss. Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss.
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira