Norðurá komin yfir 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2011 09:59 Ingvar Svendsen með flottan lax úr Norðurá Á vef SVFR eru þær fréttir að yfir 100 laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Kalt og hvasst hefur verið á Norðurárbökkum síðustu daga og aðstæður með erfiðara móti. Síðasta holl sem hætti á hádegi í gær fékk 23 laxa. Fiskur er genginn upp fyrir Laxfoss í einhverju magni, en Glannafossinn er meiri hindrun, þó svo einhverjir tugir hafi látið til skarar skríða og farið laxastigann. Má vænta þess að stutt sé í að fyrsti laxinn veiðist upp við Krók. Nokkuð merkilegur atburður átti sér stað í gærmorgun við Veiðilækjakvörn milli fossa. Danskur veiðimaður kastaði þar Sun Ray Shadow er ágætur fiskur tók með offorsi. Eftir harðan en snarpan bardaga var tíu punda staðbundnum urriða landað. Veiði hófst í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði þann 15. júní. Opnunarhollunum lauk í gær og við höfum heimildir fyrir því að í Kjarrá hafi veiðst 31 lax þessa fyrstu þrjá daga. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Á vef SVFR eru þær fréttir að yfir 100 laxar hafa veiðst í Norðurá í Borgarfirði það sem af er sumri. Kalt og hvasst hefur verið á Norðurárbökkum síðustu daga og aðstæður með erfiðara móti. Síðasta holl sem hætti á hádegi í gær fékk 23 laxa. Fiskur er genginn upp fyrir Laxfoss í einhverju magni, en Glannafossinn er meiri hindrun, þó svo einhverjir tugir hafi látið til skarar skríða og farið laxastigann. Má vænta þess að stutt sé í að fyrsti laxinn veiðist upp við Krók. Nokkuð merkilegur atburður átti sér stað í gærmorgun við Veiðilækjakvörn milli fossa. Danskur veiðimaður kastaði þar Sun Ray Shadow er ágætur fiskur tók með offorsi. Eftir harðan en snarpan bardaga var tíu punda staðbundnum urriða landað. Veiði hófst í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði þann 15. júní. Opnunarhollunum lauk í gær og við höfum heimildir fyrir því að í Kjarrá hafi veiðst 31 lax þessa fyrstu þrjá daga.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði