Körfubolti

Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auglýsingin í The Miami Herald
Auglýsingin í The Miami Herald
Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki.

Blaðið birti stóra auglýsingu í mánudagsblaði sínu sem á stóð: „Til hamingju Miami!"

Auglýsingin var í nafni verslunarkeðjunnar Macy's og var auglýst að bolir og derhúfur merktar meistaraliði Miami væru komnar í sölu.

Sem dæmi voru bolir merktir „Meistarar" til sölu og í texta auglýsingarinnar stóð:

„Fagnið NBA-meisturunum 2011 með opinberum varningi frá adidas! Stuttermabolir til sölu nú þegar fyrir hann, hana og börnin."

Mistökin þykja sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að með sigri á sunnudagskvöld hefði Miami aðeins jafnað einvígið í 3-3.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×