Körfubolti

Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shaquille O'Neal lék lengst með LA Lakers í NBA-deildinni
Shaquille O'Neal lék lengst með LA Lakers í NBA-deildinni Mynd/Nordic Photos/Getty
Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal.

Ross sagði dómara í málinu að hann hefði sagt O'Neal frá tilvist myndbandsins tveimur vikum fyrir árásina. Talið er að Ross hafi ætlað að nota myndbandið til þess að kúga fé út úr miðherjanum fyrrverandi.

Málsatvik eru sögð þau að mennirnir sjö, sem allir eru meðlimir í götugengi í Los Angeles, hafi hótað Ross með skotvopni og neytt hann til þess að aka heim til forsprakka gengisins. Þar var hann barinn, skartgripir teknir af honum auk 15 þúsund dollara í reiðufé. Mennirnir eru kærðir fyrir mannrán, rán, árás með skotvopni og samsæri.

Þetta er í fyrsta sinn sem nafn stórstjörnunnar O'Neal kemur fram í tengslum við málið. Réttarhöldunum hefur verið frestað til 6. júlí.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×