Körfubolti

Shaq leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stóri maðurinn hefur spilað sinn síðasta leik.
Stóri maðurinn hefur spilað sinn síðasta leik.
Hinn 39 ára gamli Shaquille O´Neal tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril.

"Nítján ár takk fyrir. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum og þess vegna greini ég frá þessu hér fyrst. Ég er að hætta," sagði Shaq í myndbandi sem hann setti á Twitter.

Talsmaður Boston Celtics, sem Shaq, leikur með sagði leikmanninn ekki hafa tilkynnt félaginu um ákvörðun sína.

Shaq lék með sex liðum á sínum ferli. Þau eru Orlando, LA Lakers, Miami Heat, Phoenix, Cleveland og svo Boston.

Miðherjinn stóri vann fjóra NBA-titla á ferlinum, þrjá með Lakers og einn með Miami. Hann var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2000 og þrisvar sinnum var hann valinn besti leikmaður úrslita NBA-deildarinnar. Shaq vann einnig Ólympíugull árið 1996.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×