Körfubolti

Miami komið í bílstjórasætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bosh og Wade fagna sigrinum í nótt. Bosh skoraði síðustu körfu leiksins.
Bosh og Wade fagna sigrinum í nótt. Bosh skoraði síðustu körfu leiksins.
Miami Heat komst í nótt í 2-1 forystu í einvíginu gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn. Miami vann þá tveggja stgia sigur, 88-86, i æsispennandi leik sem fram fór í Dallas.

Dirk Nowitzki bar Dallas-liðið á bakinu í nótt eins og svo oft áður. Hann skoraði síðustu 12 stig Dallas í leiknum og átti lokaskot leiksins sem var ekki fjarri því að fara ofan í körfuna. Nowitzki var annars með 34 stig og 11 fráköst.

Dwyane Wade skoraði 29 stig fyrir Heat, Chris Bosh var með 18 og LeBron James 17.

Samkvæmt tölfræðinni verður Miami Heat meistari því árið 1985 var byrjað að spila með 2-3-2 fyrirkomulagi í úrslitunum. Ellefu sinnum hefur staða úrslitaeinvígis verið 1-1 en í öll skiptin hefur liðið sem vann þriðja leikinn orðið meistari.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×