Veiði

Dunká komin til SVFR

Karl Lúðvíksson skrifar
Dunká á Skógarströnd
Tilboð voru opnuð fyrir fáum dögum í tilboð í Dunká í Dalasýslu. Alls bárust tilboð frá um 10 aðilum í Dunká sem er tveggja stanga perla þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfur en mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum í ár þar sem ekki er skylda á fæði og gistingu.

Hæsta tilboð átti Stangveiðifélag Reykjavíkur 15 milljónir fyrir 3 ára samning m.v. 90 daga veiði á ári hverju (2012-2015). Þeir sem áttu næstu tilboð við Stangveiðifélagið voru mörg þekkt félög og einstaklingar á þessu sviði hér á landi og hljóðuðu þau flest uppá 6,4-10,9 milljónir fyrir sama tímabil. Lægsta tilboð var uppá 3,8 millj.

Hér fyrir neðan eru veiðitölur undanfarinna ára.



1995

76

1996

150

1997

62

1998

39

1999

47

2000

45

2001

96

2002

88

2003

169

2004

103

2005

162

2006

109

2007

107

2008

184

2009

153

2010

175



Félagsmenn SVFR geta því gert ráð fyrir ánni í veiðileyfaskrá fyrir veiðisumarið 2012.






×