Körfubolti

Jackson mun ekki hlusta á afsakanir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Getty Images
Mark Jackson, nýráðinn þjálfari Golden State Warriors í NBA körfuboltanum, segist ekki ætla að nota skort á hávöxnum leikmönnum sem afsökun. Jackson segist myndu þiggja meiri hæð í liðið en þó væri vel hægt að ná árangri án afgerandi leikmanns í teignum.

„Við munum finna leið til þess að vinna leiki. Við munum ekki lýða neinar afsakanir."

Jackson segir leikmannahóp sinn hæfileikaríkan og að hann geti vel náð góðum árangri. Brendan Lee sé einn besti frákastari deildarninar. Þá séu bakverðir liðsins miklir íþróttamenn og muni hirða einhver sóknarfráköst.

„Leikmennirnir eru hæfileikaríkir og liðið getur vel komist í úrslitakeppninna og náð árangri þar."

Jackson starfar nú sem sérfræðingur í sjónvarpsútsendingum frá NBA deildinni. Hann hefur störf hjá Golden State að tímabilinu loknu.

NBA

Tengdar fréttir

Jackson mun þjálfa Golden State

Golden State Warriors hefur ráðið Mark Jackson sem þjálfara NBA liðsins en hann hefur aldrei þjálfað NBA lið áður. Jackson lék í 17 ár sem leikstjórnandi í deildinni með New York, Clippers, Indiana, Denver, Toronto, Utah og Houston. Á undanförnum árum hefur hann starfað sem körfubolta sérfræðingur í sjónvarpi. Jackson er þriðji á lista yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi en hann var valinn nýliði ársins vorið 1988.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×