Tónlist

Vicky að klára nýja plötu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rokkhljómsveitin Vicky er að leggja lokahönd á sína aðra breiðskífu sem mun bera nafnið Cast a Light. Sveitin vakti töluverða athygli hér heima sem erlendis fyrir frumraun sína Pull Hard.

Sveitin sleppti nýverið lausu laginu Feel Good sem er kassagítarsdrifinn poppslagari og nokkuð ólíkt þeim hamrandi gítarhljóm sem sveitin hefur verið þekkt fyrir.

Karlotta Laufey Halldórsdóttir, gítarleikari, segir sveitina hafa þróast þónokkuð frá því að frumraunin kom út. "Nýja platan er aðeins poppaðri en Pull Hard," segir hún. "En samt höldum við í einnig í þungann sem var í gamla efninu, svo Feel Good gefur svona keiminn af þessari blöndu."

Nýja platan var hljóðrituð um páskana í Tankinum á Önundarfirði en bandaríkjamaðurinn Jason Allen hefur stjórnað upptökum. Hann tók svo upptökurnar með sér vestur þar sem hann vinnur í hljóðverinu Blasting Room við að hljóðblanda nýja gripinn.

Cast a Light er væntanleg í búðir með sumrinu.

Nýtt efni með Vicky verður flutt í þættinum Vasadiskó á X-inu næsta sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.