Körfubolti

NBA: Dallas komið með forystu gegn Oklahoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson Chandler fagnar í nótt.
Tyson Chandler fagnar í nótt.
Dallas Mavericks svo gott sem gerði út um leikinn gegn Oklahoma í nótt í fyrri hálfleik. Dallas náði 35-12 forskoti og það bil náði Oklahoma aldrei að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Lokatölur 87-93.

Stórstjörnur liðanna áttu ekkert sérstakan leik. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig og hitti aðeins úr 7 af 21 skoti sínu. Kevin Durant var með 24 stig og hitti úr 7 af 24 skotum sínum.

Leikmenn Thunder voru ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og klúðruðu 16 þriggja stiga skotum í röð áður en Westbrook skoraði eina undir lokin. Durant er búinn að klúðra 13 þriggja stiga skotum í röð.

Dallas leiðir einvígið 2-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×