NBA: Dirk með 40 stig og Dallas komið í 3-1 eftir sigur í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki. Mynd/AP Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á síðustu 4 mínútum og 49 sekúndum leiksins sem Dallas-liðið vann 17-2. „Þetta var næstum því búið. Við máttum ekki klikka einu sinni í viðbót eða missa ef einu frákasti. Við spiluðum næstum því fullkomlega á þessum kafla," sagði Nowitzki. Dallas-liðið vann því báða leikina í Oklahoma City, er komið í 3-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli í næsta leik. Dallas er nú búið að vinna fimm útileiki í röð í úrslitakeppninni.Mynd/AP„Vörnin sá um þetta í lokin því við vorum ekki með besta sóknarliðið okkar inni á þessum lokakafla. Við vorum með lið inn á vellinum sem stoppaði þá og tókst síðan að koma boltanum í körfuna," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas en hann hitti úr 12 af 20 skotum sinum og úr 14 af 15 vítum. Jason Terry skoraði 20 stig og Jason Kidd var með 17 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. „Dirk Nowitzki var frábær en ég er aðallega svekktur út í sjálfan mig og ég brást liðinu. Ég brást allri borginni," sagði Kevin Durant eftir leikinn.Mynd/APKevin Durant klikkaði á fyrsta skotin sínu í framlengingunni en fékk síðan ekki annað skot fyrr en þegar 10 sekúndur voru eftir. Durant endaði leikinn með 29 stig og 15 fráköst. Serge Ibaka var með 18 stig og 10 fráköst fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook bætti við 19 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðendingum. Þeir Durant og Westbrook hittu aðeins úr 16 af 44 skotum saman, töpuðu auk þess 15 boltum saman og skoruðu ekki eitt einasta stig í framlengingunni. „Þetta var mjög svekkjandi tap en menn verða bara að taka þessu eins og menn og halda áfram. Við verðum að bara að hlaða batteríin og einbeita okkur að því að vinna einn leik," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City. NBA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á síðustu 4 mínútum og 49 sekúndum leiksins sem Dallas-liðið vann 17-2. „Þetta var næstum því búið. Við máttum ekki klikka einu sinni í viðbót eða missa ef einu frákasti. Við spiluðum næstum því fullkomlega á þessum kafla," sagði Nowitzki. Dallas-liðið vann því báða leikina í Oklahoma City, er komið í 3-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli í næsta leik. Dallas er nú búið að vinna fimm útileiki í röð í úrslitakeppninni.Mynd/AP„Vörnin sá um þetta í lokin því við vorum ekki með besta sóknarliðið okkar inni á þessum lokakafla. Við vorum með lið inn á vellinum sem stoppaði þá og tókst síðan að koma boltanum í körfuna," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas en hann hitti úr 12 af 20 skotum sinum og úr 14 af 15 vítum. Jason Terry skoraði 20 stig og Jason Kidd var með 17 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. „Dirk Nowitzki var frábær en ég er aðallega svekktur út í sjálfan mig og ég brást liðinu. Ég brást allri borginni," sagði Kevin Durant eftir leikinn.Mynd/APKevin Durant klikkaði á fyrsta skotin sínu í framlengingunni en fékk síðan ekki annað skot fyrr en þegar 10 sekúndur voru eftir. Durant endaði leikinn með 29 stig og 15 fráköst. Serge Ibaka var með 18 stig og 10 fráköst fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook bætti við 19 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðendingum. Þeir Durant og Westbrook hittu aðeins úr 16 af 44 skotum saman, töpuðu auk þess 15 boltum saman og skoruðu ekki eitt einasta stig í framlengingunni. „Þetta var mjög svekkjandi tap en menn verða bara að taka þessu eins og menn og halda áfram. Við verðum að bara að hlaða batteríin og einbeita okkur að því að vinna einn leik," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City.
NBA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira