NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 09:00 LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta. NBA Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Derrick Rose fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigurinn í lok fjórða leikhlutans í stöðunni 85-85 en hitti þá ekki körfuna. LeBron James hafði fengið dæmdan á sig ruðning þegar aðeins átta sekúndur voru eftir. Miami slapp því með skrekkinn, vann framlenginguna 16-8 og hefur því unnið alla átta heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Hann klikkaði," sagði Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og bætti við: „En hlustið á mig. Ég vildi ekki hafa neinn annan leikmann en Derrick Rose. Ég stend við bakið á honum alla leið. Hann er frábær leikmaður, mikill keppnismaður og ég hef fulla trú á honum," sagði Thibodeau. LeBron James var öflugur með 35 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Chris Bosh hélt áfram að leika vel í einvíginu og bætti við 22 stigum. Það kom ekki að sök að Dwyane Wade skoraði bara 14 stig en var aðeins með átta stig frá öðrum leikhluta fram í framlengingu. „Okkur vantar bara einn leik í viðbót en við getum ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut," sagði LeBron James eftir leikinn.Derrick Rose.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig en hann hitti aðeins 8 af 27 skotum sínum og tapaði 7 boltum. Luol Deng og Carlos Boozer skoruðu báðir 20 stig fyrir Chicago sem tapað þriðja leiknum í röð í fyrsta sinn á öllu tímabilinu. „Þetta var án nokkurs vafa mér að kenna í kvöld. Ég þarf að læra af þessum leik en þetta er ekki búið," sagði Derrick Rose. „Við verðum bara að vera áfram jákvæðir því það er alveg hægt að vinna þá," sagði Rose. James og félagar hafa fundið lausnina á móti Rose. „Við verðum bara að halda honum út úr teignum. Það eina sem við getum gert er að láta hann hafa fyrir hverju skoti," sagði James sem spilaði vörnina á Rose í lokaskotinu í fjórða. „Ég elska það meira að spila vörn en að spila sókn. Ég set allt mitt stolt í vörnina," sagði James. Chicago fékk tækifærin til að vinna þennan leik í nótt. Þeir komust 11 stigum yfir í byrjun og Miami-liðið var aðeins með forystuna í 4 og hálfa mínútu í þriðja og fjórða leikhlutanum.Mynd/APÞað var samt vítanýtingin (hittu úr 24 síðustu vítum sínum) og vörnin sem lagði grunninn að sigri Miami. „Vörnin okkar er ástæðan fyrir því að við erum í þessari stöðu. Við vinnum alla leiki á vörninni og það verður henni að þakka að við eigum möguleika á að vinna leik fimm," sagði Chris Bosh. „Við lendum oft í slæmum köflum í sókninni en við gefum okkur tækifæri til að vinna leikina með því að spila góða vörn," sagði James. Mike Miller, Udonis Haslem og Mario Chalmers áttu allir góða innkomu af bekknum einkum Miller sem skoraði 12 stig og tók 9 fráköst en Miami-liðið vann þær 26 mínútur sem hann spilaði með 36 stigum. Haslem skoraði ekki en tók 9 fráköst og Chalmers var með 9 stig og 4 stolna bolta.
NBA Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli