Snorri Helga klárar nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. maí 2011 15:09 Snorri Helgason. Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp