Snorri Helga klárar nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. maí 2011 15:09 Snorri Helgason. Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira