Körfubolti

Kevin McHale tekur við Houston-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin McHale.
Kevin McHale. Mynd/AP
Kevin McHale hefur samið við NBA-liðið Houston Rockets um að verða næsti þjálfari liðsins en hann gerði þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. McHale tekur við af Rick Adelman sem hefur þjálfað Rockets-liðið síðan 2007.

Kevin McHale á að baki rúmt tímabil sem þjálfari Minnesota Timberwolves sem vann 39 af 94 leikjum undir hans stjórn. McHale er samt þekktastur fyrir að spila stórt hlutverk við hlið Larry Bird með Boston Celtis-liðinu á níunda áratugnum.

McHale hefur orð á sér að vinna vel með ungum leikmönnum og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að eigandinn Les Alexander bauð honum starfið.

Fyrsta verkefni McHale verður að reyna að koma Houston-liðinu í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur ekki verið undanfarin tvö tímabil.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×