Körfubolti

Phil Jackson hættur þjálfun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, hefur ákveðið að segja þjálfaraferli sínum lokið í bili í það minnsta.

L.A. Lakers féll úr leik í úrslitakeppni NBA fyrir Dallas Mavericks, en liðinu var sópað, 4-0, í sumarfrí og var þetta í fyrsta og eina skipti sem lið undir stjórn Phil Jackson sé sópað í úrslitakeppni.

„Ég hef engin plön um það að snúa aftur í þjálfun, í dag er ég alveg viss, en maður veit aldrei hvernig mér á eftir að líða eftir sex mánuði,“ sagði Jackson.

„Það verður erfitt að finna mér áhugamál utan körfuboltans, en ég verð bara að leita vel“.



Jackson neitaði að nefna einhverja menn sem gætu tekið við Lakers-liðinu og fannst það ekki koma honum við, en hann var tilbúin að segja hvað Lakers-liðið þarf að bæta fyrir næsta tímabil.



„Það vantar hraða í líðið til að ná fleiri auðveldum körfum úr hröðum upphlaupum. Þetta er en mjög gott lið, en það þarf að bæta nokkur atriði fyrir næsta tímabil“.

Phil Jackson er sigursælasti þjálfari í sögu NBA en hann vann 11 meistaratitla á sínum ferli sem þjálfari. Jackson vann einnig tvo titla sem leikmaður og því á hann heila þrettán hringi upp í skáp heima hjá sér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×