Körfubolti

Oklahoma City vann oddaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Durant smellti einum á mömmu sína í kvöld.
Durant smellti einum á mömmu sína í kvöld. Mynd/AP
Oklahoma City Thunder er komið í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA-deildini í körfubolta eftir sigur á Memphis Grizzlies í kvöld, 105-90.

Oklahoma City vann því undaúrslitarimmuna 4-3 og mætir Dallas Mavericks í úrslitum Vestursins. Í austrinu eigast við Chicago Bulls og Miami Heat en fyrsti leikurinn í því einvígi fer fram í nótt.

Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, var allt í öllu í sigri liðsins í nótt. Þar með kvittaði hann fyrir heldur dapra frammistöðu í síðasta leik er allt virðist ganga á afturfótunum. Durant skoraði 39 stig í leiknum í kvöld.

Russell Westbrook lét einnig mikið til sín taka og var með þrefalda tvennu - fjórtán stig, fjórtán stoðsendingar og tíu fráköst.

Hjá Memphis var Mike Conley stigahæstur með átján stig en Zach Randolph hefur oft spilað betur. Hann var með sautján stig ogtúi fráköst, langt undir eigin meðaltali í sigurleikjum Memphis í rimmunni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×