Laus stöng í Laxá í Dölum 10. maí 2011 00:01 Rafn Hafnfjörð Vegna forfalla er auglýst á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur laus stöng í laxá í Dölum á góðum tíma. Þetta er á "fly only" tímanum í ánni og á dögum sem undanfarin ár hafa verið með þeim bestu, þannig að í boði er prime time og það gerist ekki oft í þessari nafntoguðu á. Dagsetningin er 12. til 14. ágúst og veitt er í hálfan heilan og hálfan dag. Áin skilaði 1762 löxum á land í fyrra sem þykir frábær veiði á alla mælikvarða, og það þrátt fyrir að hafa glímt við vatnsleysi stórann part af sumrinu í fyrra. Þeir sem hafa áhuga á leyfinu ættu að setja sig í samband við hann Harald hjá Svfr. halli@svfr.is Annars tala veiðimenn um að vatnsstaðan núna sé betri en í fyrra og þess vegna mikil tilhlökkun fyrir opnunum laxveiðiánna núna í júní. Maí var afskaplega þurr í fyrra og það lagði línurnar fyrir sumrinu sem var eitt það þurrasta á landinu í áratugi. Menn fagna því rigningu og snjókomu á hálendinu þessa dagana og ég reikna með að flestir þeirra sem eiga bókuð leyfi í sumar brosi út í annað þegar það rignir í sumar, þakklátir fyrir að fá árnar nærri kjörvatni en ekki vatnslausar eins og í fyrra. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði
Vegna forfalla er auglýst á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur laus stöng í laxá í Dölum á góðum tíma. Þetta er á "fly only" tímanum í ánni og á dögum sem undanfarin ár hafa verið með þeim bestu, þannig að í boði er prime time og það gerist ekki oft í þessari nafntoguðu á. Dagsetningin er 12. til 14. ágúst og veitt er í hálfan heilan og hálfan dag. Áin skilaði 1762 löxum á land í fyrra sem þykir frábær veiði á alla mælikvarða, og það þrátt fyrir að hafa glímt við vatnsleysi stórann part af sumrinu í fyrra. Þeir sem hafa áhuga á leyfinu ættu að setja sig í samband við hann Harald hjá Svfr. halli@svfr.is Annars tala veiðimenn um að vatnsstaðan núna sé betri en í fyrra og þess vegna mikil tilhlökkun fyrir opnunum laxveiðiánna núna í júní. Maí var afskaplega þurr í fyrra og það lagði línurnar fyrir sumrinu sem var eitt það þurrasta á landinu í áratugi. Menn fagna því rigningu og snjókomu á hálendinu þessa dagana og ég reikna með að flestir þeirra sem eiga bókuð leyfi í sumar brosi út í annað þegar það rignir í sumar, þakklátir fyrir að fá árnar nærri kjörvatni en ekki vatnslausar eins og í fyrra.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði