Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2011 15:49 Af frétta vef veiðikortsins fengum við þær fréttir að ungur og efnilegur veiðimaður Sverrir Árni Benediktsson hafi nælt sér í þessa tvo rosalega urriða í Úlfljótsvatni síðast liðinn fimmtudag. Þeir mældust 7 og 9 pund sem þykir feiknagott á alla mælikvarða. Það fylgdi ekki sögunni hvar þessir fiskar tóku en menn hafa nú gjarnan verið frekar sparir á yfirlýsingar um veiðistaðina bæði í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, sérstaklega þá staði þar sem vel hefur veiðst. En það er bara um að gera að prófa sem mest og vera þolinmóður. Þekkt saga úr Veiðivötnum er einhvern veginn á þá leið að þegar nýgræðingur á svæðinu var mættur til veiða átti hann að hafa snúið sér til Hermanns, sem er veiðivörður á svæðinu, og spurt hann hvar væri nú helst að fá fisk á staðnum. Hermann svaraði því til að það lægi nokkuð ljóst fyrir að fiskurinn væri í þessu stóra blauta þarna, nefnilega vatninu. Fiskar hafa eins og allir vita bæði sporð og ugga og geta verið ansi víðförlir í vötnunum. Lykilatriðið er að stoppa ekki lengi við ef þú verður ekki var og prófa nýja staði. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði
Af frétta vef veiðikortsins fengum við þær fréttir að ungur og efnilegur veiðimaður Sverrir Árni Benediktsson hafi nælt sér í þessa tvo rosalega urriða í Úlfljótsvatni síðast liðinn fimmtudag. Þeir mældust 7 og 9 pund sem þykir feiknagott á alla mælikvarða. Það fylgdi ekki sögunni hvar þessir fiskar tóku en menn hafa nú gjarnan verið frekar sparir á yfirlýsingar um veiðistaðina bæði í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, sérstaklega þá staði þar sem vel hefur veiðst. En það er bara um að gera að prófa sem mest og vera þolinmóður. Þekkt saga úr Veiðivötnum er einhvern veginn á þá leið að þegar nýgræðingur á svæðinu var mættur til veiða átti hann að hafa snúið sér til Hermanns, sem er veiðivörður á svæðinu, og spurt hann hvar væri nú helst að fá fisk á staðnum. Hermann svaraði því til að það lægi nokkuð ljóst fyrir að fiskurinn væri í þessu stóra blauta þarna, nefnilega vatninu. Fiskar hafa eins og allir vita bæði sporð og ugga og geta verið ansi víðförlir í vötnunum. Lykilatriðið er að stoppa ekki lengi við ef þú verður ekki var og prófa nýja staði.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði