Körfubolti

Cleveland fær fyrsta valréttinn í háskólavali NBA

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Talið er að Kyrie Erving leikstjórnandi Duke háskólans verði sá sem valinn verður fyrstur af Cleveland.
Talið er að Kyrie Erving leikstjórnandi Duke háskólans verði sá sem valinn verður fyrstur af Cleveland. Getty
Cleveland Cavaliers fær fyrsta valrétt í háskólavalinu í NBA deildinni í körfubolta í sumar en dregið var um röðina í valinu í gær. Cleveland fékk fyrsta valrétt síðast árið 2003 þegar liðið valdi LeBron James en hann breytti gangi mála hjá liðinu svo um munaði. Félagið stendur vel að vígi í valinu í ár því Cleveland á einnig fjórða valrétt.

Leikmannavalið er frekar flókið og margir samningar sem hafa verið gerðir á undanförnum árum hafa áhrif á hvar liðin eru í röðinni. Það eru margir sérfræðingar um NBA deildina sem hafa velt upp þeirri kenningu að háskólavalið í ár verði eitt það slakasta í mörg ár.

Talið er að Kyrie Erving leikstjórnandi Duke háskólans verði sá sem valinn verður fyrstur af Cleveland.

Minnesota fær valrétt nr. 2, Utah (3.), Cleveland (4.), Toronto (5.), Washington (6.), Sacramento (6.), Sacramento (7). Detroit (8.), Charlotte (9.), Milwaukee (10.), Golden State (11.), Utah (12.) Phoenix (13.), Houston (14.), Indiana (15.), Philadelphia (16.), New York (18.), Charlotte (19.), Minnesota (20.), Portland (21.), Denver (22.)., Houston (23.), Oklahoma (24.), Boston (25.), Dallas (26.), New Jersey (27.), Chicago (28.), San Antonio (29.), Chicago (30.).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×