Sport

Platini baðst afsökunar á háu miðaverði á úrslitaleikinn á Wembley

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Boris Johnson borgarstjóri London og Michel Platini með verðlaunagripinn í gær.
Boris Johnson borgarstjóri London og Michel Platini með verðlaunagripinn í gær. Nordic Photos/Getty Images
Michel Platini forseti UEFA telur að miðaverðið á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í maí sé of hátt og hann baðst afsökunar á miðaverðinu sem margir hafa gagnrýnt. Platini var í London í gær þar sem að Meistaradeildarbikarinn verður varðveittur fram að úrslitaleiknum en Frakkinn ætlar sér að lækka miðaverðið á úrslitaleiki Meistaradeildarinnar í framtíðinni.

Ódýrasti miðinn á úrslitaleikinn fyrir einn fullorðinn er um 33.000 kr eða 176 pund. Fyrir einn fullorðinn og eitt barn er ódýrasta lausnin um 62.000 kr. eða 338 pund.

Platini leggur áherslu á að finna verði sanngjarnt miðaverð sem geri fjölskyldum kleift að fara á völlinn. „Þetta eru mistök og alls ekki gott. Samskiptin hafa ekki verið í lagi á milli aðila sem að þessu standa og ég biðst afsökunar á því. Það er ekki einfalt að ákveða miðaverð á úrslitaleik Meistaradeildarinnar, við fengum 200.000 fyrirspurnir um 10.000 miða. Á svörtum markaði er miðaverðið allt að tíu sinnum hærra," sagði Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×