Sport

Iniesta verður ekki í leikbanni gegn Real Madrid

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Andrés Iniesta leikmaður Barcelona verður ekki í leikbanni í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid eins og UEFA hafði lagt til.
Andrés Iniesta leikmaður Barcelona verður ekki í leikbanni í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid eins og UEFA hafði lagt til. Nordic Photos/Getty Images
Andrés Iniesta leikmaður Barcelona verður ekki í leikbanni í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid eins og UEFA hafði lagt til. Iniesta fékk gult spjald í fyrri leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Shaktar Donetsk – og taldi UEFA að hann hafi tafið leikinn vísvitandi til þess að vera í leikbanni í síðari leiknum gegn úkraínska liðinu og byrja með „hreint" borð í undanúrslitum keppninnar.

UEFA úrskurðaði á dögunum að Iniesta yrði að taka út leikbann í fyrri undanúrslitaleiknum í risaslag spænsku liðanna. Barcelona áfrýjaði þeirri ákvörðun og í gær ákvað UEFA að draga fyrri ákvörðun sína til baka og verður Iniesta í leikmannahópnum í fyrri undanúrslitaleiknum.

Barcelona var með yfirburðastöðu í fyrri leiknum gegn Shaktar þegar Iniesta neitaði að færa sig frá boltanum þegar Shaktar átti aukaspyrnu. Í stöðunni 5-1 fékk hann gult spjald og var þar með kominn í leikbann í síðari leiknum sem var nánast formsatriði fyrir spænska liðið.

UEFA taldi að hinn 26 ára gamali miðvallarleikmaður hefði brotið „heiðursmannareglur" íþróttarinnar en UEFA hefur fylgst vel með slíkum „spjöldum" eftir að Xabi Alonso og Sergio Ramos leikmenn Real Madrid gerðu allt til þess að vera reknir af velli í lok riðlakeppninnar í 4-0 sigri gegn Ajax í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×