Körfubolti

Slam-blaðið: Michael Jordan sá besti frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan.
Michael Jordan. Mynd/AFP
Bandaríkska körfuboltablaðið Slam, sem er vel þekkt hér á landi, hefur valið 500 bestu NBA-leikmenn allra tíma og þeir setja Michael Jordan í fyrsta sætið á undan þeim Wilt Chamberlain og Bill Russell.

Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls frá 1991 til 1998, hann var fimm sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar og skoraði alls 30,1 stig að meðaltali í 1072 leikjum sínum í NBA-deildinni.

Þrír núverandi leikmenn NBA-deildinnar komast inn á topp tíu á listanum. Shaquille O'Neal er í 4. sæti, Tim Duncan er í 8. sæti og Kobe Bryant er í tíunda sæti. LeBron James er hinsvegar bara í 31. sæti á þessum lista.



Tíu bestu NBA-leikmenn allra tíma að mati Slam:1. Michael Jordan

Chicago Bulls og Washington Wizards (1984-2003)

2. Wilt Chamberlain

Philadelphia/San Francisco Warriors, Philadelphia 76ers og Los Angeles Lakers (1959-1973)

3. Bill Russell

Boston Celtics (1956-1969)

4. Shaquille O’Neal

Orlando Magic, Los Angeles Lakers, Miami Heat, Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og Boston Celtics (1992- )

5. Oscar Robertson

Cincinatti Royals og Millwaukee Bucks (1960-1974)

6. Magic Johnson

Los Angeles Lakers (1979-1996)

7. Kareem Abdul-Jabbar

Millwaukee Bucks og Los Angeles Lakers (1969-1989)

8. Tim Duncan

San Antonio Spurs (1997- )

9. Larry Bird

Boston Celtics (1979-1992)

10. Kobe Bryant

Los Angeles (1996- )

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×