Í öfugu hlutfalli við árangur Þorsteinn Pálsson skrifar 23. apríl 2011 00:07 Forseti Íslands greindi umheiminum frá því að fjármálaráðherra Hollands væri skrýtinn og aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands væri fávís. Einn fyrrum utanríkisráðherra Dana sagði um forsetann að hann væri flónskur og annar að hann væri lýðskrumari. Flestir eru ánægðir með hvernig forsetinn talar til ráðamanna annarra þjóða en virðast láta sér fátt um finnast hvernig talað er til hans. Nokkrir hafa þó skotið skildi fyrir forsetann vegna ummæla dönsku stjórnmálamannanna. Þeir koma fyrst og fremst úr röðum andstæðinga Icesavesamninganna. Þá telur innanríkisráðherrann að Danir hafi minnimáttarkennd gagnvart lýðræði nýrrar aldar. Helstu ákafamenn utan Alþingis gegn Icesavesamningunum krefjast þess ennfremur að ríkisstjórnin fari frá eftir að hafa tapað þjóðaratkvæði um málið í tvígang. Fyrir því eru gild rök sem byggjast á þeim klassísku stjórnskipulegu gildum að valdi fylgi ábyrgð. En það var einmitt þessi ábyrgð sem forsetinn aftengdi þegar hann fyrst beitti synjunarvaldinu. Forsetinn hefði aldrei neitað að staðfesta lög ef hann hefði þurft að leggja embættið að veði. Andstæðingar Icesavelaganna nýttu sér þessa sýn forsetans þegar þeir hvöttu hann til að synja. Þverstæðan í röksemdafærslu þeirra nú felst í því að ábyrgðarleysiskenningin er gagnvirk. Ríkisstjórnin getur eins brugðið henni fyrir sig og forsetinn. Stjórnin situr einfaldlega hlémeginn við ábyrgðarleysiskenningu forsetans. Hitt er annað hvort hún hefur burði til að stjórna. Málum er svo komið að líkurnar á áframhaldandi setu hennar mælast í öfugu hlutfalli við kröfur um málefnalegan árangur.Eldfimasta málið Evrópusambandið er eldfimasta mál ríkisstjórnarinnar. Samningur flokkanna um aðildarumsóknina byggist á sömu hugsun og ábyrgðarleysiskenning forseta Íslands. Samkomulagið felst í því að aðeins annar flokkurinn ætlar að bera ábyrgð á málinu þegar kemur að því að ljúka samningum. VG hefur reynt að bregða fæti fyrir framgang viðræðnanna með svipuðum stjórnsýsluráðum og notuð hafa verið til að tefja orkunýtingaráformin. Þetta heitir að vera með viðræðum en á móti aðlögun. Nú hefur hluti vinstriarms VG einangrast í sér þingflokki. Spurning er hvort þeir sem eftir sitja halda áfram að rugga bátnum með sama hætti. Það gæti lengt viðræðurnar fram yfir kosningarnar 2013. Erfitt verður hins vegar fyrir forystu VG að standa fyrir viðræðum um aðild sem hún er á móti á sama tíma og hún óskar eftir nýju umboði í kosningum. Til að komast hjá því gæti hún gert kröfu um hlé í viðræðunum. Með því myndi VG láta Samfylkinguna svara hvort hún taki Evrópumálstaðinn fram yfir líf vinstristjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur snúið við blaðinu í Evrópumálum. Á sama tíma hefur forysta Sjálfstæðisflokksins herst í andstöðu við aðildarviðræðurnar. Þessar breytingar draga úr líkum á því að stjórnarandstaðan komi málefnafleyg í stjórnarsamstarfið. Þá er spurning hvort VG vogar að hefja þann fleyg á loft í viðleitni til að sameina flokkinn.Stór hluti kjósenda frýs úti Undanfarna áratugi hafa fjórir til sjö flokkar endurspeglað vilja fólksins á Alþingi. Nú eiga fimm flokkar fulltrúa þar í sex þingflokkum. Í síðustu kosningum höfðu þrír þeirra aðild að Evrópusambandinu á dagskrá. Nú er aðeins einn eftir. Það felur í sér alvarlega lýðræðisflækju því að kjósendurnir hafa ekki skipt um skoðun á sama veg. Áður var það kjördæmaskipanin en nú er það flokkakerfið sem veldur því að hugmyndir kjósenda endurspeglast ekki í réttum hlutföllum á Alþingi. Kannanir benda til að um það bil sextíu hundraðshlutar þjóðarinnar vilji ljúka aðildarviðræðunum og um fjörutíu af hundraði styðji aðild nú þegar. Aðeins tæpur helmingur þessara kjósenda fylgir Samfylkingunni að málum. Ívið stærri hluti fylgir öðrum flokkum. Þannig eru stuðningsmenn aðildar og aðildarviðræðna stór minnihluti í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og talsverður hluti kjósenda VG. Eins og sakir standa hafa þessir minnihlutahópar þriggja flokka að mestu frosið úti frá áhrifum á Alþingi með þetta mál. Að öllu óbreyttu verður sama staða uppi á teningnum eftir næstu kosningar. Evrópumálin verða þá enn í uppnámi og stefnuleysi í peningamálum allsráðandi. Að sjálfu leiðir að líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar er áframhaldandi seta núverandi stjórnarflokka með Framsóknarflokknum. Eigi Alþingi að endurspegla viðhorf þjóðarinnar þarf að finna Evrópusjónarmiðum kjósenda fjögurra flokka eðlilegan farveg til áhrifa þar. Í ljósi þess að aldarfjórðung tók að leiðrétta kjördæmaskipanina má draga í efa að sú lýðræðisumbót sé í augsýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Forseti Íslands greindi umheiminum frá því að fjármálaráðherra Hollands væri skrýtinn og aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands væri fávís. Einn fyrrum utanríkisráðherra Dana sagði um forsetann að hann væri flónskur og annar að hann væri lýðskrumari. Flestir eru ánægðir með hvernig forsetinn talar til ráðamanna annarra þjóða en virðast láta sér fátt um finnast hvernig talað er til hans. Nokkrir hafa þó skotið skildi fyrir forsetann vegna ummæla dönsku stjórnmálamannanna. Þeir koma fyrst og fremst úr röðum andstæðinga Icesavesamninganna. Þá telur innanríkisráðherrann að Danir hafi minnimáttarkennd gagnvart lýðræði nýrrar aldar. Helstu ákafamenn utan Alþingis gegn Icesavesamningunum krefjast þess ennfremur að ríkisstjórnin fari frá eftir að hafa tapað þjóðaratkvæði um málið í tvígang. Fyrir því eru gild rök sem byggjast á þeim klassísku stjórnskipulegu gildum að valdi fylgi ábyrgð. En það var einmitt þessi ábyrgð sem forsetinn aftengdi þegar hann fyrst beitti synjunarvaldinu. Forsetinn hefði aldrei neitað að staðfesta lög ef hann hefði þurft að leggja embættið að veði. Andstæðingar Icesavelaganna nýttu sér þessa sýn forsetans þegar þeir hvöttu hann til að synja. Þverstæðan í röksemdafærslu þeirra nú felst í því að ábyrgðarleysiskenningin er gagnvirk. Ríkisstjórnin getur eins brugðið henni fyrir sig og forsetinn. Stjórnin situr einfaldlega hlémeginn við ábyrgðarleysiskenningu forsetans. Hitt er annað hvort hún hefur burði til að stjórna. Málum er svo komið að líkurnar á áframhaldandi setu hennar mælast í öfugu hlutfalli við kröfur um málefnalegan árangur.Eldfimasta málið Evrópusambandið er eldfimasta mál ríkisstjórnarinnar. Samningur flokkanna um aðildarumsóknina byggist á sömu hugsun og ábyrgðarleysiskenning forseta Íslands. Samkomulagið felst í því að aðeins annar flokkurinn ætlar að bera ábyrgð á málinu þegar kemur að því að ljúka samningum. VG hefur reynt að bregða fæti fyrir framgang viðræðnanna með svipuðum stjórnsýsluráðum og notuð hafa verið til að tefja orkunýtingaráformin. Þetta heitir að vera með viðræðum en á móti aðlögun. Nú hefur hluti vinstriarms VG einangrast í sér þingflokki. Spurning er hvort þeir sem eftir sitja halda áfram að rugga bátnum með sama hætti. Það gæti lengt viðræðurnar fram yfir kosningarnar 2013. Erfitt verður hins vegar fyrir forystu VG að standa fyrir viðræðum um aðild sem hún er á móti á sama tíma og hún óskar eftir nýju umboði í kosningum. Til að komast hjá því gæti hún gert kröfu um hlé í viðræðunum. Með því myndi VG láta Samfylkinguna svara hvort hún taki Evrópumálstaðinn fram yfir líf vinstristjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur snúið við blaðinu í Evrópumálum. Á sama tíma hefur forysta Sjálfstæðisflokksins herst í andstöðu við aðildarviðræðurnar. Þessar breytingar draga úr líkum á því að stjórnarandstaðan komi málefnafleyg í stjórnarsamstarfið. Þá er spurning hvort VG vogar að hefja þann fleyg á loft í viðleitni til að sameina flokkinn.Stór hluti kjósenda frýs úti Undanfarna áratugi hafa fjórir til sjö flokkar endurspeglað vilja fólksins á Alþingi. Nú eiga fimm flokkar fulltrúa þar í sex þingflokkum. Í síðustu kosningum höfðu þrír þeirra aðild að Evrópusambandinu á dagskrá. Nú er aðeins einn eftir. Það felur í sér alvarlega lýðræðisflækju því að kjósendurnir hafa ekki skipt um skoðun á sama veg. Áður var það kjördæmaskipanin en nú er það flokkakerfið sem veldur því að hugmyndir kjósenda endurspeglast ekki í réttum hlutföllum á Alþingi. Kannanir benda til að um það bil sextíu hundraðshlutar þjóðarinnar vilji ljúka aðildarviðræðunum og um fjörutíu af hundraði styðji aðild nú þegar. Aðeins tæpur helmingur þessara kjósenda fylgir Samfylkingunni að málum. Ívið stærri hluti fylgir öðrum flokkum. Þannig eru stuðningsmenn aðildar og aðildarviðræðna stór minnihluti í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og talsverður hluti kjósenda VG. Eins og sakir standa hafa þessir minnihlutahópar þriggja flokka að mestu frosið úti frá áhrifum á Alþingi með þetta mál. Að öllu óbreyttu verður sama staða uppi á teningnum eftir næstu kosningar. Evrópumálin verða þá enn í uppnámi og stefnuleysi í peningamálum allsráðandi. Að sjálfu leiðir að líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar er áframhaldandi seta núverandi stjórnarflokka með Framsóknarflokknum. Eigi Alþingi að endurspegla viðhorf þjóðarinnar þarf að finna Evrópusjónarmiðum kjósenda fjögurra flokka eðlilegan farveg til áhrifa þar. Í ljósi þess að aldarfjórðung tók að leiðrétta kjördæmaskipanina má draga í efa að sú lýðræðisumbót sé í augsýn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun