NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Þessi tilþrif frá Kobe Bryant í leiknum gegn Oklahoma í gær voru ekki nóg því Lakers tapaði 120-106. AP Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89 NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð. Eins og staðan er þessa stundina mætast eftirfarandi lið í úrslitakeppninni: Austurdeild: Chicago (1) – Indiana (8) Miami (2) – Philadelphia (7) Boston (3) – New York (6) Orlando (4) – Atlanta (5) Vesturdeild: San Antonio (1) – Memphis (8) LA Lakers (2) – New Orleans (7) Dallas (3) – Portland (6) Oklahoma (4) – Denver (5)LA Lakers – Oklahoma 106-120 Oklahoma reyndist Lakers liðinu erfitt í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og það er ljóst að meistaraliðið frá Los Angeles er í tölvuerðum vandræðum þessa stundina. Liðið tapaði 120-106 á heimavelli og er þetta fimmti tapleikur liðsins í röð. Það er lengsta taphrina Lakers frá tímabilinu 2006-2007. Liðið hefur unnið 55 leiki í vetur og tapað 25 og næsti leikur er gegn San Antonio á heimavelli en San Antonio er í efsta sæti Vesturdeildar. Lakers og Dallas eru nú jöfn í í 2.-3. sæti og Oklahoma er ekki langt undan í fjórða sæti með 54 sigurleiki og 26 tapleiki. Það getur því margt breyst í síðustu tveimur umferðunum en Lakers er reyndar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn þessum liðum í vetur. Þetta er fjórði sigurleikur Oklahoma í röð og Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir liðið en hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook skoraði 26 fyrir Oklahoma sem hafði ekki unnið í Staples Center í síðustu átta leikjum. Lakers var yfir 104-103 þegar aðeins 3 mínútur voru eftir af leiknum. Kobe Bryant skoraði alls 31 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 26. Andrew Bynum skoraði 12 og tók 13 fráköst.Orlando – Chicago 99-102 Derrick Rose fór að venju á kostum í liði Chicago en hann skoraði alls 39 stig og kom í veg fyrir að Jameer Nelson gæti skotið auðveldlega á körfuna úr síðasta skot leiksins. Þetta var 60. sigurleikur Chicago í vetur en Orlando lék án miðherjans Dwight Howard sem tók út leikbann eftir að hafa fengið 18 tæknivillur í vetur. Chicago hefur unnið 49 af síðustu 60 leikjum sínum og þetta er aðeins í sjötta sinn sem félagið nær þeim áfanga að vinna 60 leiki á einni leiktíð. Í fimm skipti sem Bulls hefur náð 60 sigurleikjum hefur félagið fagnað NBA meistaratitlinum. Chicago er í hörkubráttu gegn San Antonio Spurs um besta árangur allra liða í deildinni og þar með heimaleikjarétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Heitt í kolunum í Miami enda úrslitakeppnin að nálgastÞað gekk mikið á í viðureign Miami og Boston.APMiami – Boston 100 -77 LeBron James skoraði 27 stig fyrir heimamenn í Miami og þeir Dwyane Wade og Chris Bosh skoruðu 13 stig hvor í frekar stórum sigri Miami gegn Boston Celtics. Þetta er í fyrsta sinn sem Miami nær að leggja Bostin í vetur en liðin hafa mæst alls fjórum sinnum. Miami náði öðru sætinu í Austurdeildinni en Boston er í því þriðja. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 og Kevin Garnett skorðaði.Charlotte – Detroit 101-112 Rodney Stuckey skoraði 24 stig fyrir Detroit og gaf að auki 11 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en svo gæti farið að liðið skipti um eigendur á allra næstu dögum en félagið hefur verið í lausu lofti hvað það varðar í allan vetur. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, tapaði sjötta leiknum í röð og liðið kemst ekki í úrslitakeppnina en þeim árangri náði liðið í fyrsta sinn í fyrra. Gerald Henderson var stigahæstur með 21 stig í liði Charlotte.Indiana – New York 109-110 Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna fyrir New York 4,9 sek. fyrir leikslok og hann varði síðan skottilraun frá Danny Granger þegar hann reyndi að tryggja heimamönnum sigur á síðustu sekúndunni. New York skoraði sjö síðustu stig leiksins eftir aðhafa verið undir 109-103, en Indiana hitti ekki úr sex síðustu skotum sínum í leiknum. Anthony skoraði alls 34 stig fyrir New York sem er þessa stundina í sjötta sæti Austurdeildar en Philadelphia er í sætinu þar fyrir neðan með einum sigurleik færra.Dallas – Phoenix 115-90 Dirk Nowitzki skoraði 19 stig fyrir Dallas og Shawn Marion bætti við 18 og tók að auki 11 fráköst. Dallas vann alla fjóra leikina hjá þessum liðum í vetur en það hefur ekki gerst frá tímabilinu 1986-1987. Golden State – Sacramento Kings 103-104 Toronto – New Jersey 99-92 Memphis – New Orleans 111-89
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira