Sport

Derrick Rose skoraði 39 stig í naumum sigri gegn Indiana

Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili.
Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili. AP
Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili. Rose skoraði alls 39 stig fyrir Bulls sem náði bestum árangri allra liða í deildinni og er því með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina.

Indiana endaði í 8. sæti Austurdeildar og fáir eiga von á því að liðið nái að velgja Chicago undir uggum en Indiana kom á óvart í kvöld þrátt fyrir tapið.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit Austurdeildar.

Danny Granger var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×