Körfubolti

NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Paul átti stórkostlegan leik í kvöld. Mynd/ Getty Images
Chris Paul átti stórkostlegan leik í kvöld. Mynd/ Getty Images
New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki.

Leikurinn fór fram á heimavelli L.A. Lakers en það má því segja að Hornets sé búið að vinna heimaleikjaréttinn til baka af Lakers.

Chris Paul, leikmaður Hornets, fór gjörsamlega á kostum í kvöld en hann skoraði 33 stig og gaf 14 stoðsendingar. Það héldu margir að New Orleans Hornets yrðu enginn fyrirstaða fyrir meistarana þar sem liðið missti einn sinn besta leikmann vegna meiðsla fyrir úrslitakeppnina, en David West meiddist illa á hné.

Kobe Bryant var góður sem fyrr hjá Lakers en hann gerð 34 stig, en aðrir leikmenn fundu sig ekki í kvöld. Næsti leikur liðanna verður einnig í Staples Center, heimavelli Los Angeles Lakers, á aðfaranótt fimmtudags.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×