Sport

Iniesta í skammarkrókinn hjá UEFA og fær eins leiks bann

Andres Iniesta var á dögunum úrskurðaður í eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu þar sem að eftirlitsmenn UEFA telja að Barcelonaleikmaðurinn hafi vísvitandi fengið gult spjald í fyrri leiknum gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu.
Andres Iniesta var á dögunum úrskurðaður í eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu þar sem að eftirlitsmenn UEFA telja að Barcelonaleikmaðurinn hafi vísvitandi fengið gult spjald í fyrri leiknum gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Nordic Photos/Getty Images
Andres Iniesta var á dögunum úrskurðaður í eins leiks bann í Meistaradeild Evrópu þar sem að eftirlitsmenn UEFA telja að Barcelonaleikmaðurinn hafi vísvitandi fengið gult spjald í fyrri leiknum gegn Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Iniesta tók út leikbann í síðari leiknum í Úkraínu en UEFA hefur ákveðið að ákveðið að Iniesta verði einnig í leikbanni í fyrri leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum keppninnar og þeim úrskurði hafa forráðamenn Barcelona áfrýjað.

Iniesta var ekkert að flýta sér í burtu frá boltanum þegar Shakhtar Donetsk framkvæmdi aukaspyrnu í 5-1 tapleiknum á Nou Camp. Hann fékk gult spjald fyrir að tefja leikinn og telur UEFA að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá leikmanninum sem var þá kominn í leikbann í síðari leiknum sem var nánast formsatriði fyrir Barcelona.

Hann var því búinn að losa sig við uppsöfnuð gul spjöld fyrir fyrri undanúrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.

Fyrri leikur Real Madrid og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Bernabeu vellinum í Madrid þann 27. apríl. UEFA mun taka áfrýjun Barcelona fyrir á morgun, miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×