Körfubolti

NBA: Dýrt tap hjá Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe og félagar voru ekki kátir í nótt.
Kobe og félagar voru ekki kátir í nótt.
Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow."

Nuggets er núna 15-4 síðan Carmelo Anthony fór frá liðinu og liðið er öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Danilo Gallinari skoraði 22 stig fyrir Nuggets og Kenyon Martin bætti 18 við.

Tapið var sárt fyrir Lakers sem er að reyna að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. Þar sem San Antonio lagði Phoenix er liðið 2,5 leik á undan Lakers sem á sex leiki eftir í deildinni. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers í nótt og Pau Gasol skoraði 16 og tók 12 fráköst.

Úrslit:

San Antonio-Phoenix  114-97

LA Lakers-Denver  90-95

Boston-Detroit  101-90

Charlotte-Washington  91-97

NJ Nets-Miami  94-108

NY Knicks-Cleveland  123-107

Toront-Orlando  102-98

Sacramento-Utah  106-97

Houston-Atlanta  114-109

New Orleans-Indiana  108-96

Portland-Dallas  104-96

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×