Ríkir ekki jafnrétti í grafískri hönnun 5. apríl 2011 19:30 Bergþóra Jónsdóttir. Mynd/Vilhelm Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm HönnunarMars Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tímaritið Mæna er unnið af nemendum á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ og kom önnur útgáfa þess út í kringum HönnunarMars. Í tímaritinu er meðal annars fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun þar sem konur eru hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Að sögn Bergþóru Jónsdóttur, nemanda í grafískri hönnun, er tímaritið samstarfsverkefni nemenda og kennara við LHÍ og viðurkennir hún að margt hafi komið henni á óvart þegar þáttur kvenna í grafískri hönnun var skoðaður. "Það var margt sem kom á óvart þó maður vissi svo sem fyrirfram að það ríkir ekki jafnrétti í þessum bransa," segir Bergþóra og tekur sem dæmi hversu fáar konur skipa stjórnunar- og hönnunarstöður hjá auglýsingastofum landsins. "Mér fannst það skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi þess að neyslustýring heimila er í miklum mæli í höndum kvenna og þess vegna beinist markaðssetning oftast beint að þeim." Ýmsir fagmenn og -konur lögðu sitt að mörkum með greinaskrifum í tímaritið en nemendur sáu alfarið um útlit og útgáfu þess og viðurkennir Bergþóra að það hafi gengið misjafnlega. "Það er frekar erfitt að setja tuttugu grafíska hönnuði í einn hóp og fá þá til að samræmast um útlit á einhverju. Þetta hafðist þó á endanum og við erum öll mjög sátt við útkomuna," segir hún glaðlega. Öll eintök af Mænu ruku út á HönnunarMars en netútgáfu blaðsins verður aðgengileg á næstunni á slóðinni maena.is. -sm
HönnunarMars Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira