NBA í nótt: Cleveland kom fram hefndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2011 09:00 LeBron James er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Cleveland. Nordic Photos / Getty Images LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90. James átti þó stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann var með 27 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst en stuðningsmenn heimamanna púuðu látlaust á hann allan leikinn eins og búast mátti við. James lék sem kunnugt er lengi með Cleveland áður en hann gekk til liðs við Miami í sumar. Fannst mörgum stuðningsmönnum Cleveland að með því hefði hann stungið þá í bakið. Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mættust í vetur og hafði Miami unnið hina þrjá leikina. JJ Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland og Anthony Parker 20. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og er reyndar með versta árangur allra liða í deildinni. „Við náum alltaf því besta út úr andstæðingnum," sagði James eftir leikinn. „Þeir mættu hingað í kvöld og spiluðu mjög vel. Þetta var góður sigur fyrir þá." Cleveland komst mest 23 stigum yfir, í stöðunni 71-48. En Miami náði þrátt fyrir það að jafna metin þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 83-83. Heimamenn náðu þó aftur að síga fram úr og tryggðu sér sigurinn með 12-0 spretti á lokamínútunum. Houston vann New Jersey, 112-87. Kyle Lowry skoraði sextán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Houston sem á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar. Oklahoma city vann Golden State, 115-114, í framlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig en það var Russell Westbrook sem tryggði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sacramento vann Phoenix, 116-113. Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Sacramento. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90. James átti þó stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann var með 27 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst en stuðningsmenn heimamanna púuðu látlaust á hann allan leikinn eins og búast mátti við. James lék sem kunnugt er lengi með Cleveland áður en hann gekk til liðs við Miami í sumar. Fannst mörgum stuðningsmönnum Cleveland að með því hefði hann stungið þá í bakið. Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mættust í vetur og hafði Miami unnið hina þrjá leikina. JJ Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland og Anthony Parker 20. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og er reyndar með versta árangur allra liða í deildinni. „Við náum alltaf því besta út úr andstæðingnum," sagði James eftir leikinn. „Þeir mættu hingað í kvöld og spiluðu mjög vel. Þetta var góður sigur fyrir þá." Cleveland komst mest 23 stigum yfir, í stöðunni 71-48. En Miami náði þrátt fyrir það að jafna metin þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 83-83. Heimamenn náðu þó aftur að síga fram úr og tryggðu sér sigurinn með 12-0 spretti á lokamínútunum. Houston vann New Jersey, 112-87. Kyle Lowry skoraði sextán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Houston sem á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar. Oklahoma city vann Golden State, 115-114, í framlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig en það var Russell Westbrook sem tryggði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sacramento vann Phoenix, 116-113. Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Sacramento. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira